Jæja, mándagur, fyrsti í bloggi. Liggur það ekki ljóst fyrir að hér þurfi ég að tjá mig eitthvað um Morfís keppina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. ég held nú það.
FB vs Versló. Allir bjuggust við öruggum sigri Verslinga en vitað var að lið þeirra var þrúgað af reynslu í bak og fyrir. Þjálfararnir Hafsteinn og Herjólfur miklir reynslu boltar og að mín áliti frábærir ræðumenn sem hafa marga sigra að baki í keppninni. Auk þess sem lið verslinga saman stóð að megninu til af ræðumönnum sem höfðu keppt við MA á síðasta vetri í úrslitakeppnini og tapa þar naumlega. Hvaða séns átti FB í þessa tölfræði.
Ræðulið FB var skipað þremur busum og einum reynslubolta sem sat sem liðstjóri. Þjálfarinn var þó ég sjálfur en reynsla mín í ræðumennsku jafnast ekki á við reynslu Hafsteins og Herjólfs og er ég ekki einn um þá skoðun. Sem dæmi kallaði félagi minni Arnar Þór þá landsliðið í þjálfun ræðuliða og er það ekki fjarri lagi eftir að Stebbi og Matti létu af störfum. Við áttum sem sagt ekki séns. Versló var á leiðinni í úrslit og FB var eiginlega bara fyrir.
Umræðuefnið var af lakkara taginu NÖRDAR. Versló var á móti, FB með. Eitthvað virtust þeir sem ég leitaði til ósammála um hvor pólin væri betri en ég taldi að FB hefði þó sæmilegan pól. Einhver sagði mér að það myndi ekki skipta neinu máli. Verslingar væru það góðir og reynsluleysi FB-inga myndi alltaf koma þeim í koll. Þess að auki eru það jú Man United áhrifinn sem Versló hefur. Þ.e. dómarar vita að þeir eru góðir og láta þá oft eða líklega njóta vafans vegna góðs árangurs í gegnum árin.
Keppnin var skemmtileg, Verslingar sönnuðu það að þeir vissu vel hvað þeir voru að gera. FB-ingar kom þó sumum á óvart og sýndu að þeir væru aðeins sýnd veiði en ekki gefin. Á endanum var kveðinn upp dómur og var hann FB í vil. Dómari sagði muninn vera 12 stig en mínir útreikningar á dómarablöðum segja hann vera 16 stig. Þetta er gríðalega lítill munur og gefur til kynna að dómarar hafi verið nokkuð sammála um að keppnin hefði verið mjög jöfn.
En einhver varð að vinna og í þetta skiptið var það FB. Verðskuldaður sigur að mínu mati. Þetta var ekkert rúst en sigur þó. Verslingar hefðu glaðir farið heim með 12-16 stiga mun sér í vil. Það er bara svo ógeðslega fyndið að þrír busar úr FB geti sært stolt Verslinga og tekið af þeim úrslitakeppnina. FB er komið á kortið í morfís aftur. FB ætlar þó ekkert að vinna úrslitakeppnina heldur bara taka þátt og hafa gaman að. Hver veit hvað dómurunum finnst...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home