Heimssyn.is: Þetta er fyndið grín. En til þess að fatta það þarf að lesa þessa frétt hér. Góður pólitískur húmor.
Bóas
2.7.02
En eitt nörda einkennið: Ég hef nú í nokkra daga fundið fyrir gríðalegum nördólus recktus. Ég keypti skákforrit í afmælisgjöf handa bróður mínum um daginn og fékk að innstalla því í tölvuna mína um leið og ég var búinn að gefa honum það. Forritið er hreint frábært og hef ég fundið fyrir mikilli endurnýjun í skákáhuga. Þessi mikla íþrótt sem byggist á einföldum aðgerðum en flóknu samspili er farinn að virka mjög áhugaverð og spennandi í mínum huga. Ég hræðist það þegar ég fæ svona dellur og í þessu tilfelli byggist hún upp á því að sitja einn fyrir framan fartölvu og hugsa og hugsa og hugsa....lengi....aftur og aftur. OG það versta er að þetta hljómar spenndi fyrir mér þessa stundina. HJÁLP.