20.8.02

Hef gert þetta í sumar:
*Unnið að rannsókn í tengslum við vímuefnaneyslu ungilinga í samstarfi við Vinnuskólann, Jafningjafræðsluna, Geðrækt og HÍ.
*Hélt fræðslu fyrir fræðara jafningjafræðslunar um fundarstjórnun, umræðustjórnun og almennt um framsögu á fundum.
*Vann sem foringi í Vatnaskógi í eina viku
*Fór á ættarmót
*Fór í tvær giftingar
*Keyrði Hringinn, prufaði þar næstum glænýja tjaldið mitt
*Tekinn fyrir of hraðan akstur af lögreglunni í Vík
*Gekk upp að Kristínartindum og þvers og kruss yfir Skaftafells tunguna með dóttur mína á bakinu
*Keypi mér heitan pott
*Gifti mig
*Tók mér lengsta sumarfrí sem ég hef nokkurn tímann tekið á ævinni

Ég gekk fram hjá Alþingi áðan og sá Ísólf Gylfa Pálmason ganga þar inn með skjalatösku og GÍTARTÖSKU. Ætli við eigum von á því að menn fari þar að spila og syngja lög í stað þess að setja lög...