4.6.09

ælaksdjfælksadfj asdælkfjasædlkf

27.8.04

Við erum sem sagt komin á netið. Við erum þessa dagana að klára að koma okkur fyrir á Stavnsvej og það gengur bara eins og það á að ganga. Vel. Vonandi eigum við eftir að nýta okkur þessa síðu til að láta vita af okkur og birta myndir, fyrir ykkur sem hafið einhvern áhuga á því. Ferðasagan kemur svo smá saman.

hilsen :)




Það er gaman að vera úti í góðu veðri og á ströndinni.


Svo er hún líka svo fyndinn....


Rósa María í góðu skapi í Danmörku í 25 stiga hita.

Nú skal prófað að bloggað að nýju. Þetta er aðeins búið að breytast hérna. Maður þarf að kynna sér hvað googel er búinn að fikta í þessu. Nú blása vindar breytinga...

20.8.02

Hef gert þetta í sumar:
*Unnið að rannsókn í tengslum við vímuefnaneyslu ungilinga í samstarfi við Vinnuskólann, Jafningjafræðsluna, Geðrækt og HÍ.
*Hélt fræðslu fyrir fræðara jafningjafræðslunar um fundarstjórnun, umræðustjórnun og almennt um framsögu á fundum.
*Vann sem foringi í Vatnaskógi í eina viku
*Fór á ættarmót
*Fór í tvær giftingar
*Keyrði Hringinn, prufaði þar næstum glænýja tjaldið mitt
*Tekinn fyrir of hraðan akstur af lögreglunni í Vík
*Gekk upp að Kristínartindum og þvers og kruss yfir Skaftafells tunguna með dóttur mína á bakinu
*Keypi mér heitan pott
*Gifti mig
*Tók mér lengsta sumarfrí sem ég hef nokkurn tímann tekið á ævinni

Ég gekk fram hjá Alþingi áðan og sá Ísólf Gylfa Pálmason ganga þar inn með skjalatösku og GÍTARTÖSKU. Ætli við eigum von á því að menn fari þar að spila og syngja lög í stað þess að setja lög...

2.7.02

Heimssyn.is: Þetta er fyndið grín. En til þess að fatta það þarf að lesa þessa frétt hér. Góður pólitískur húmor.

En eitt nörda einkennið: Ég hef nú í nokkra daga fundið fyrir gríðalegum nördólus recktus. Ég keypti skákforrit í afmælisgjöf handa bróður mínum um daginn og fékk að innstalla því í tölvuna mína um leið og ég var búinn að gefa honum það. Forritið er hreint frábært og hef ég fundið fyrir mikilli endurnýjun í skákáhuga. Þessi mikla íþrótt sem byggist á einföldum aðgerðum en flóknu samspili er farinn að virka mjög áhugaverð og spennandi í mínum huga. Ég hræðist það þegar ég fæ svona dellur og í þessu tilfelli byggist hún upp á því að sitja einn fyrir framan fartölvu og hugsa og hugsa og hugsa....lengi....aftur og aftur. OG það versta er að þetta hljómar spenndi fyrir mér þessa stundina. HJÁLP.

19.6.02

Tjáningafrelsi: Er það tjáningarfrelsi að fá að henda mótmælaspjaldi í fjallkonuna á 17 júní ? Ég lýsi eftir almennilegum mótmælendum. Fjallkonan gerði engum neitt. Í nokkra metra fjarlægð gengu forsetinn og forsætisráðherrann. Hvar voru eggin þá...

14.6.02

Pönkarar: Ég gekk fram á tvo eðalpönkara á Austurvelli í dag. Þeir héldu á skilti sem á stóð "fock the government". Er ég brosti að skiltinu þeira sögðu þeir mér að þeir hefðu bara ekki nent að vera málefnalegir í dag. Ég spyr er hægt að vera málefnalegur pönkari... Alla vegana þótti mér skiltið gott og skemmtileg andstæða við hugleiðandi kínverja sem sátu þarna í kippum. Lifi byltingin.

10.6.02

Blogg eða ekki blogg: Ljóst er að bloggað skal áfram. Niðurstöður vísindanna eru á þessa leið.

Á ég að hætta að blogga ?

Já, þú er shit leiðinlegur ? 16%
Já, fyrst thegeir.net segir það ? 4%
Já, en ekki fara að grenja ? 4%
Nei, þú ert frábær. 60%
Skiptir ekki máli það les hvort sem er enginn bloggið þitt. 16%