19.3.02

Í Skóm drekans.Skv fréttum í kvöld virðist þetta heimildamynda mál ætla að fara í hæstarétt og viðist það nokkuð fyndið svona við fyrstu sýn. Ég er eins og aðrir bara alveg til í að skyggnast bak við tjöldin í fegurðarsamkeppni. Þetta er svona glans consept sem maður veit lítið um. Stelpurnar eru oft sætar en oftast finnst mér svona keppnir ansi ódýrar, litlir sundbolir, falleg áhugamál og vaselín í tönnum.

Þetta heimildamynda dæmi er samt stór merkilegt. Mér hefur t.d. lengi þótt sjónvarps iðnaðurinn geta gengið full harkalega að fólki án þess að taka tillit til siðferðislega álitamála. Dæmi um þetta eru t.d. ýmsar útfærslur af þáttum sem byggja á svona falinni myndavél. Þar sem þátttakendur eru plataðir upp úr skónum og látnir stundum örvænta um eigur sínar eða eigin öryggi, en allt endar þetta fallega á svona... bara að grínast, myndavélin er þarna... setningu.

Mér þykir nefnilega gaman að mannlegri hegðun og væri alveg til í að framkvæma ýmsar tilraunir á fólki með þessum aðferðum. Það sem meira er að slíkar tilraunir sem framkvæmdar voru um miðja síðustu öld þykja alveg stórmerkilegar. Milgram nokkur setti t.d. upp aðstæður þar sem þátttakendur voru talaðir inn á að drepa aðra þátttakendur með rafstuði og það var barasta ekkert mál.

En slíkar rannsóknir þykja ekki við hæfi í dag á siðferðislegum forsendum. Þátttakendur eiga ekki að vera settir í aðstæður sem valda þeim óþægindum eða mögulegum skaða. Þó þykir oft nauðsynlegt í rannsóknum að upplýsa þátttakendur ekki strax um megintilgang tilrauna en það er alltaf gert undir lokin. Þá er einnig leitast við að fá samþykki þátttakenda við að nota þau gögn sem safnað var.

Í svokölluðum vetvangsrannsóknum þar sem rannsóknar maður fer í eigin persónu stundum undir fölsku flaggi og skráir hjá sér upplýsingar um ákveðinn hóp er þó oft erfitt að uppfylla þessi skilyrði að öllu leyti. Enda eru slíkar rannsóknir oft gagnrýndar einmitt fyrir að uppfylla ekki almennar siðarreglur. En munurinn á slíkum rannsóknum og þessari heimildarmynd í skóm drekans er að mínu vit sá að í myndinni munu ýmsir aðstandendur og þátttakendur koma fram undir eign nafni og þekkjast af myndskeiðum. Og það án samþykkis viðkomandi aðila.

Þar sem ósamþykki allra þátttakenda, mínus einn, liggur fyrir er þetta því orðin einn endemis hnútur. Mikilvægast er samt að gæta að einkalífi fólks og rifjast umræðan um gagnagrunnin upp fyrir mér í þessu samhengi. Hver eru mörk einkalíf og hversu langt mega áhugasamir einstaklingar skyggnast inn í líf annarra án þeirra samþykkis.

Ég tel það ekki árás á frelsi einstaklingsins að banna birtingar af þessu tagi. Málið er að banna óeðlilegt eftirlit. Að mínu áliti gæti þessi heimildarmynd alveg fallið undir óeðlilegt eftirlit. Einstaklingar eiga að minnsta kosti að hafa neitunar rétt í slíkum tilfellum. En hvað er gaman að búa til heimildarmynd um fegurðarsamkeppni ef aðeins einn þátttakandi vill koma fram í mynd. Þá er þetta nefnilega orðið að viðtalsþætti og "maður er nefndur" dæmið er barasta ekkert skemmtilegt.

En samt væri ég alveg til í að sjá þessa mynd. Þetta er meira spurning um prinsipp atriði. Værir ÞÚ til í ef sambærileg mynd væri gerð um ÞIG.