Meira Morfís. Fyrir áhugasama, sem líklega eru ekki margir, en samt. Þá ætla ég að gefa út gisk á úrslit í komandi Morfís keppni sem haldin verður í MH á morgun.
Staðreynd númer 1. Óvænt úrslit virðast hafa einkennt Morfís keppnirnar í ár. sbr FB vann MA sitjandi meistara og Versló lið sem bundið var miklar vonir við. Kvennó vann einnig Flennsborg en þóttu Flennsborgarar sérstaklega efnilegir í ár og stóðu sig frábærleg í fyrstu umferð.
Staðreynd númer 2. Umræðuefnið að mínu viti er 50/50 bæði liðin virðast hafa ágætan málstað að verja, umræðuefnið mun vera rómantík MH með, Kvennó á móti.
Staðreynd númer 3. Ég hef séð bæði liðin keppa í vetur og mér þykja þau þó ansi ólik að sjá. Kvennó bætti sig vissulega mikið í annarri umferð en ég hef ekki séð MH keppa síðan snemma í haust. Eitthvað þótti þeim 2. umferð ganga misjafnlega hjá sér og býst ég því við því að þeir vandi vel til verka í þetta skiptið. Svo þeir verði ekki gripnir í bólinu eins og Versló. Af því sem ég hef séð þykja mér MH-ingarnir efnilegri, en Kvennó kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart á móti Flensborgurum.
Niðurstaða: Ef Kvennó bætir framistöðu sína á milli umferða líkt og þau gerðu á milli fyrstu og annarra umferðar verða þeir mjög erfiðir andstæðingar. Á móti kemur að ef MH vanmetur ekki kvennó þá eru MH-ingarnir sleipir í pontu. Mitt mat í fljótu bragði er því það að sigurinn muni hlotnast MH-ingum í þetta skiptið. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Mistök eru dýr í ræðukeppnum og MH-ingar geta gert ýmsan skunda á þeim vetvangi eins og aðrir. Ætli það verði ekki húsfyllir á morgun og mikil spenna. Aldrei að vita nema maður kíki. Svona til að sjá hvernig þetta þróast allt saman.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home