Persónuvernd: Mér barst þykt umslag í pósti í dag. Í því var svar frá persónuvernd í tengslum við fyrir spurnir mínar. Ég hef útlistað þetta hér á síðunni en þetta tengist leynt og ljóst heimildarmyndinni í skóm drekans. Í þeim var ég að velta fyrir mér hver staða persónuverndar væri í ámóta málum og hvort vísindamönnum væri stætt á að stunda svipaða starfsemi við rannsóknir sínar. Svarið var lögfræðilegt og byggðist á vísun í endalsaust margar reglur, lög og undirgreinar. Viðaukinn var dómurinn um lögbann við "í skóm drekans".
Ég á eftir að lesa þetta betur en fyrir mína parta þá er ég sáttur við að persónuvernd skuli sjá sér fært að svara erindi mínu. Svarið var undirritað af lögfræðingi og var það allt hið áferðafallegasta. Hvort ég megi nú fara í ámóta gagnasöfnun skal ég ósagt látið. Lögfræði jargon er tungumál út af fyrir sig sem ég tala ekki. Ég ætla að fletta þessu betur upp og skoða minn rétt. En ef ég má stunda heimildamyndagerð með þessum hætti þá hlýtur fjandinn að verða laus. Hópar sem ég væri til í að skoða væru t.d. fótboltalið, bókstafstrúarfélög, Siðmennt, stjórnmálaflokkar, fréttamenn, lögfræðingar,Baugur, verðbréfaviðskipti, sveitaballahljómsveitir og starfsemi Alþingis... Þið fáið að fylgjast með þessarir framvindu hún er vissulega gríðalega spennandi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home