23.5.02

Borgarmál - Biðlistar í leikskóla: Það er allt of margt í þreyttri borgarbaráttunni sem maður hefur engar forsendur til að geta metið á réttmætan hátt. Ég veit t.d. ekkert um hvernig best sé að gjaldfæra skuldir og eignir svo fullnægjandi sé, ég veit ekkert um hvaða skipulag á byggð henntar best til lengri tíma litið, ég veit ekkert um stöðu aldraða, ég veit ekki hvort grunnskólar reykjavíkur séu í góðum eða slæmum farvegi o.s.frv.

Ég hef hlustað beinstífa frambjóðendur ryðja upp úr sér tölum og staðreyndum sem svo strax er svarað af öðrum frambjóðanda sem er óvart bara með aðrar tölur og staðreyndir, vitneskja mín er ekki fyrir hendi til að gera upp á milli hver hafi rétt fyrir sér.

Eitt er þó málefni sem ég þekki nokkuð og tengist það biðlistum í leikskólum og barnagæslu málum. Ég á eitt stykki fallega tveggja ára stúlku og hef ég ekki átt í neinustu einum vandræðum með að finna handa henni barnagæslu. Hún hefur verið hjá dagmóður í seljahverfi síðan hún var 1 árs og er sú þjónusta greidd niður af borginni. Nú í vor þegar tátan náði tveggja ára aldri buðust henni tvö leikskólapláss og hefur hún nú þegar hafi leik sinn í öðrum þeim skóla.

En frambjóðendur býsnast ósköp mikið yfir biðlistum og fullyrða að aðkallandi vandamál sé að útrýma þeim. Frá mínum bæjardyrum er ekkert vandamál þó biðlistar séu til staðar. Mikilvægt er að átta sig á því að fólk skráir börnin sín fyrir leiksskólaplássum þegar börn ná 6 mánaða aldri. Foreldrar vita að börn fá ekki pláss strax en foreldrar vilja skrá börnin sín sem fyrst til að auka möguleika sína á því að fá plássið sem fyrst. Því má álykt að stór hluti biðlista séu börn frá aldrinum 6 -18 mánaða. Þetta er sá fjöldi sem vill komast að um leið og eitthvað losnar og reglan er eldri börn fá fyrr inn en yngri. Á meðan er sængur af dagforeldrum sem sækjast eftir því að sjá um gæslu barnanna. Ljóst er því að þó öll börn 18 mánaða og eldri fái leikskólapláss þá mun en vera biðröð af 6-18 mánaða börnum sem vilja komast inn þegar þau eru orðinn nægjanlega gömul. þ.a.l. verða biðlistar en við lýði og skiptir það barasta engu máli.

Það er ekki um stórvæginlegt vandamál að ræða heldur er um að ræða einskonar biðröð eftir plássi. Út frá henni geta leiksskólastjórar og félagsmála yfirvöld áttað sig á þörfinni fyrir leikskólaplássum sem og gert ráðstafanir í tíma.

En hver er ég koma með svona vitleysu nú þegar allir eru búnir að fá nóg af áróðri. Nema að ég er ekki með áróður. Niðurstöðurnar liggja fyrir, skoðanakannanir 2 dögum fyrir kosningar eru mjög áreiðanlegar og skeika aðeins örfáum prósentum. Í kvöldfréttum í kvöld verður líklega birt nýjasta Gallup könnunin og munu niðurstöður hennar standast í öllum megin atriðum. R-listinn heldur velli í þetta skiptið enda er valið ekki beysið. Að kjósa vinstir flokk sem er vinstri flokkur eða hægri flokk sem þykist vera vinstri flokkur. Ég skil hvort eð er ekkert í því sem þetta fólk er að segja.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home