25.5.02

Kosningar: Sjálfskipuð hefð hefur myndast hér á síðunni að spá fyrir um úrslit eða niðurstöður í málum er mér þykja markverð. Rétt er að rifja upp í fljótu bragði spádóma og niðurstöður. Ég sagði til um rétta niðurstöðu í málinu tengdu í skóm drekans. Þar taldi ég að lögbann væri eðlilegt í ljósi þess að hver einstaklingur hefur rétt á því hvort myndir af honum séu notaðar í listavekum. Hæstiréttur staðfesti grunn minn í dag. Ég ályktaði rétt um að stoke myndi ryðjast upp í fyrstu deild sem og Haraldur Örn stóð undir væntingum mínum þegar hann þrammaði upp á Everest um daginn.

Það er því ljóst að ég er spámaður mikill og raunhæft að taka mark á mér þegar kemur að framtíðinni. Nú aftur á móti er komið að kosningum. Hverju spái ég þar ?
Fyrir mjög áhugasama lesendur er vert að benda á að fyrir þó nokkru síðan áður en kosningabaráttan hófst ályktaði ég á þann veg að niðurstöður yrðu óbreyttar og að R-listamenn myndu fá 8 sæti í borgarstjórn en D-listi 7, aðrir myndu ekki fá neitt.

Raunhæfast væri því að breyta ekki og segja að Gallup og félagar hefður staðfest grunn minn. Það er hin vísindalega nálgun og hún er í flestum tilfellum réttmæt og áreiðanleg. En þó er ég nokkuð hikandi að styðjast við hana óbreytta. Skoðannakannanir hafa að mínu viti nokkuð skoðannamyndandi áhrif. Það er þær leiða fólk áfram og hafa einhver áhrif á skoðanir þeirra.

Þetta getur verið með ýmsum móti s.s. ef húmanistar mælast með 0 % þá er ég að henda atkvæði mínu í ruslið með því að kjósa þá því enginn annar ætlar að gera það. Ef kannanir segja að R listinn sé með 52% þá er meirihluti kjósenda sammála mér ef ég kýs þá og ég er í vinningsliðinu. En einnig má líta svo á að þegar fregnir berast af því að D listinni sé að tapa fylgi að ég kjósi þá því þeir þurfa á því að halda.

Ég hef lúmskan grun um það að það verði enginn 10% munur á milli R & D lista. Ég tel að flökkufylgið og óákveðnir leggist á sveif með D lista á síðustu metrunum vegna þess að þar er einfaldlega gríðalega gott fólk á lista. Málefninn eru keimlík á milli helstu framboða en að mínu viti er mannauðurinn mun miklu betri í röðum sjálfstæðismanna. Ég fyrir mitt leiti var búinn að ákveða að kjósa á flippaðann hátt en hef nú snúið frá þeirri fásinnu.

Í þetta skiptið mun ég velja menn en ekki málefni. D-listinn hefur augljóslegan vinning í þeim málum. Spádómurinn er því þessi sólahring fyrir úrslit: Sjálfstæðismenn fá nauman meirihluta í síðustu talningu kvöldsins. Ástæðan að ég álykta sem svo er að fyrst fjölmiðlaumfjöllun gat haft áhrif á mig, þá er augljóst að hún mun hafa áhrif á aðra. Kerfisbundnarvillur í skoðanakönnunum eru þekkt stærð sem hér á eftir að gera vart við sig. punktur...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home