28.5.02

Johnny National: Skv hádeigisfréttum fer popparinn og sjónvarpshetjan ekki í fangelsi. Það sem verra er að hann og félagar hans eiga ekki einu sinni að fá dóm. Þetta þykir mér merkilegt. Að henda bensínsprengju á sendiráð erlends ríkis í ölæði er að mínu mati nokkuð líklegt til refsingar í því lagaumhverfi sem við búum við.

En nei, svo er þó ekki í þetta skiptið vegna þess að einhverjum snillingum með lögfræðipróf sem eiga að vita hvað þeir eru að gera, tókst að klúðra ákærunni. Því tók það dómara tæpar 5 mínútur að ákveða að sleppa hipphop snáðunum þremur.

Maður hefði ætlað að Íslenskir lögfræðingar ættu ekki í vandræðum með að klófesta hipphop hryðjuverkamennina í fjársektir eða álíka en neib ekki neitt. Bandaríkja menn lána okkur her og flott dót við björgunaraðgerðir við Íslandsstendur. En við getum ekki einu sinni slegið á puttana á unglingunum sem þurfa að vera að leika sér með bensínsprengjur við svefherbergisglugga sendiherra bandaríkjanna.

Johnny heldur því líklega fram að hann sé listamaður og að þetta hafi bara verið listaverkagjörningur... og menn verða nú að hafa smá tjáningafrelsi... En ef Johnny hefði hent bensínsprengju á húsið þitt værir þú ekki soldið ósátt/ur núna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home