Morfís fréttir. Já, ég held nú það. MH sigraði Kvennó.
Nokkuð skemmtileg keppni, MH-ingarnir tóku vel á því í fyrri umferð og Kvennó komst ekki á flug fyrr en í síðustu ræðu fyrir hlé. Í seinni hlutanum þótti mér leiðinlegt að hlusta á klósett ferðina hjá Orra, greyið strákurinn. En á móti þótti mér útvarpsþátturinn hans Kára stimamjúkur og rómantískur. Kári var öryggið uppmálað, rólegur sem reyndur pókerspilari. Atli er oftast góður og hampaði ræðumanni kvöldsins, ætli það hafi ekki aðalega verið fyrir svarakafla og fas.
Kvennó hópurinn stóð ekki undir væntingum. Það er klárt mál að það býr meira í þessu liði. Liðstyrkur Davíðs Þórs Jónssonar radíus bróður naut sín ekki í þetta skiptið. Umræðuefnið þvældist að mínu viti soldið fyrir þeim og mér þóttu þau ekki kunna ræðurnar sínar nægjanlega vel til að hægt væri að taka þau trúanlega. Stuðningsmaður þeirra var án vafa best þeim megin. Örugglega besta stelpa sem ég hef séð í pontu.
Allt stefnir því í ofsa keppni í Háskólabíó á milil FB og MH. Er þorandi að spá um úrslit í þeirri keppni. Að mínu viti voru Versingar mun erfiðari andstæðingar en Kvennskælingar þannig að allt er opið. En þannig eiga úrslitakeppnir einmitt að vera, spennandi og tvísýnar og á það við í fótbolta sem og í ræðumennsku.
Til hamingju MH.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home