Morfís: Það er vægast sagt sérkennileg tilfining að vera að aðstoða strákana í ræðuliði F.B. þessa dagana. Þeir eru að reyna sitt besta til að ná árangri í úrslitakeppninni en lítið verður vart við áþreifanlegan stuðning frá skólanum til að auðvelda þeim lífið. Nægir að nefna að erfiðlega hefur gegnið að ná í framámenn nemendafélagsins til redda strákunum fæði yfir þessa viku törn og svo þykir mér alveg stórmekilegt að á heimasíðu F.B. er ekki einu orði minnst á þennan stór atburð. Og þetta er stór atburður sem sýndur verður í beinni í sjónvarpi. Skólinn ætti að vera stoltur og gera allt fyrir þessa stráka.
Ég veit reyndar ekki hvort búið er að setja upp auglýsingar á veggjum skólans en í síðustu keppni voru auglýsingar ekki hengdar upp fyrr en á fimmtudegi, þegar keppnin fór fram á föstudegi. Og það var að stórum hluta vegna þess að ég mætti á fund með aðstoðaskólameistara og fulltrúa nemandaráðs og benti þeim á þann augljósa sannleik að fólk mætir ekki á ræðukeppni ef það veit ekki af ræðukeppni.
Aðeins einu sinni áður hefur skólinn náð þeim árangri að keppa í úrslitum morfís. Það er því full ástæða til að skólinn og nemendafélagið sýni það í verki að þeir séu ánægðir með þennan stórmerkilega árangur sem ræðuliðið þetta ár hefur náð. Það verður að búa til spennu og eftirvæntingu innan skólans til þess að það sé gaman að þessu. Hinn almenni nemandi veður að vita að skólinn er búinn að ná frábærum árangri í vetur í Morfís og að nú sé það allt eða ekkert. Því miður verð ég var við allt of mikið ekkert í þessu samhengi. Er ég gamall og neikvæður eða á umræðuefni keppninar við í þessu samhengi: Heimur versandi fer.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home