11.4.02

Ríkisábyrgð: Á maður að trúa því að það sé bara einn maður með viti á þingi. Ríkisábyrgð er fáránleg og en fáránlegra er að fáir skulu þora að segja það. Þetta segja sérfræðingarnir. Þetta segir Egill. En þingheimur ætlar að segja já vegna þess að Kári er svo frábær.

Í sambandi við Decode vil ég líka benda á að allt snýst þetta um vonir og væntingar. Samkvæmt mínum upplýsingum hafa lyf aldrei verið framleidd með þessari aðferðafræði, þ.e. með því að þróa lyf út frá genum. ALDREI. Það þýðir að menn vita ekki einu sinni hvort það er almennilega hægt. Og ef það er hægt vita menn ekkert hvenær það verður hægt.

Þetta þýðir að það er enginn vara til eða á leiðinni. Um það hvenær hún verður til og hvenær hægt verður að græða eru bara ágiskanir og finnst mér að ríkið eigi ekki að setjast í stól spámanna í því efni. Fyrirtæki og fjárfestar mega taka mikla áhættur í viðskiptum ef þeir vilja. En ríkið á að halda að sér höndum þegar um áhættufjárfestingar er að ræða. Það er ábyrgðarhlutverka að segja nei við þessu frumvarpi. Ábyrgðarhlutverk sem þingmenn voru kosnir til að sinna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home