12.4.02

Morfís: Er nú að hefjast undirbúningur fyrir úrslitakeppnina í Morfís 2002. Verður úrslitakeppnin haldin í Háskóla bíó næsta föstudag kl 20.00. Ræðulið FB mætir Ræðuliði MH. Einnig verður hún víst sýnd á Skjá einum, en ég veit ekkert hvort það verður beint eða ekki. Umræðuefni: ákveðið seinna í dag.

Nei ég er ekki í F.B. enþá og er ekki svo mikill morfís aðdáandi að ég sé alltaf að fylgast með þessun. Nei ástæðan er sú að ég hef verið að þjálfa strákana í F.B. í vetur. Þetta verður því fjórða vikan sem við eyðum saman yfir pizzum og kaffi. Fyrir óreynda þá skal upplýst að undirbúningur í Morfís keppnum er einstaklega utangarðs, þetta einkennist aðalega af því að detta úr tengslum við samfélag manna og eyða öllum sínum tíma með nokkrum ræðunördum talandi um ræður og rök, kjaftæði og trúmál, auk klassískra spurninga s.s. Hver kom á undan; hænan eða eggið.

Í þessu samhengi hef ég hef verið að velta því í alvöru fyrir mér hvort ég hafi ekki náð of góðum árangri með þetta lið. Ég ætlaði mér alla vegana aldrei að eyða fjórum vikum innilokaður fyrir framan tölvu með 3 busum með bólur og Páli Ármann. Það er allavegana bót í máli að þær geta ekki orðið fimm. Nema að þeir biðji mig um að þjálfa þá áftur á næsta ári. En common ef ég er ekki búinn að sannfæra þá um að ég sé leiðinlegur og að mér finnist þeir leiðinlegir þá hefur mér ekki tekist að koma neinu inn í hausin á þessum fíflum. En eins og einn ræðunörd átti til í að segja um árið "meira pönk"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home