10.4.02

Í skóm drekans: Ekki hef ég en fengið svar frá skríbentum Persónuverndar og er ég orðin doldið þreytur á biðinni. Kannski að ég fari að senda þeim skorinortari fyrirspurn. En frétt birtist í á visi þess efnis að frumsýning væri fyrirhuguð fljótlega á myndinni frægu sem enginn hefur séð.

Þetta er náttúrulega bara auglýsinga frétt set saman af einhverjum félaga Hrannar. Frasar eins og: "Eftirvæntingin eftir frumsýningunni hefur stigmagnast eftir því sem umræðan um lögbannið hefur orðið meiri og þeim fer stöðugt fjölgandi sem bíða í ofvæni eftir því að fá að sjá það sem þeir "mega ekki sjá" sýna það með augljósum hætti. Þetta er ekki frétt heldur léleg aulýsing til að peppa þetta prump upp í augum almennings. Hrönn er svo mikill rebel að það er meiriháttar. Hún er svo frábær að þora þessu og að fara með þetta alla leið. Eða er hún kannski bara þykistunni rebel sem hefur ekkert að segja og er að reyna að skora einhver stig á gefið mér athygli skalanum...

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu fyrir sjálfan mig að myndin verður að öllum líkindum nokkuð fyndinn en að sama skapi léleg og innihaldslaus. Ég hef enga trú á því að fólk nenni eitthvað að hlaupa í bíó til að glápa á heimildamynd um að fegurðarsamkeppnir séu asnalegar kroppasýningar. Þetta er eitthvað sem ég vissi alveg og hef vitað í mörg ár. Sorry, ég fer ekki í bíó til að sjá eitthvað einkaflipp hjá Hrönn. En fyrir hönd einkalífs og almennrar persónuverndar þá vona ég að þessi mynd verði bönnuð á forsendum laga um Persónuvernd.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home