Tapas bar: Þessi veitingastaður fær 5 stjörnur af 5 mögulegum. Ég fór óvart þarna um daginn. Maturinn er ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Við erum að tala um humar, nautalundir, appelsínuönd, og...KOLKRABBA. Litlir og endalaust bragðgóðir réttir. Spurningin er bara hvort ég hafi étið Kolkrabba eða Kolkrabbann...
Það er ekki oft sem ég dásama veitingastaði en þessi Tapas er fyrsta flokks. Og N.B: ég vinn ekki þarna, þekki engan sem vinnur þarna og veit ekki um neinn sem hefur farið þarna áður. Hér er ég aðeins að gefa ókeypis góð ráð. Hef ekki fengið betra bragð í munnin síðan ég át hvalkjöt á Þremur frökkum fyrir nokkrum árum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home