19.4.02

Morfís: Öll vötn renna að háskólabíó í kvöld. Stemmning heyrist mér vera fyrir þessum atburði þannig að búast má við rafmögnuðu andrúmi. Ég væri alveg til í að sitja heima og slappa af með bjór í hendi í stað þess að mæta þarna og hristast af stressi. En ætli ég geymi ekki bjórinn samt.

Ég hefði aldrei trúað því að það tæki svona mikið á að standa á hliðarlínunni sem þjálfari. Þegar ég var í ræðuliði, lék í leikriti eða spilaði með hljómsveitum varð ég aldrei var við stress af þessu tagi. Maður situr og svitnar, svitnar meir og fylgist með viðbrögðum fólksins í kringum sig. Algjörlega ófær um að hafa áhrif á framvindu þess sem er að gerast á sviðinu.

...og þetta er bara lítil ræðukeppni í menntaskóla. Hvernig ætli þeim þjálfurum líði sem stýra liðum sínum í heimsmeistarakeppnum í fótbolta eða NBA svo dæmi séu tekin. Þetta hljóta allavegana að vera menn með betri bein en ég. Því þegar flautað er til keppni er ég sem ónothæfur aumingi út í sal með kúkinn í buxunum....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home