20.4.02

Morfís lok: jamm og jamm, MHvann. Enginn skandall svo sem. Þeir eru með gott lið. Mínir menn stóðu þó vel fyrir sínu og héldu MH-ingunum alveg vel við efnið. Keppnin var að mínu mati á ágætum standard og stemmningin í háskólabíó var góð. Ég skil við morfís lið FB bara nokkuð sáttur og hér eru nokkrar staðreyndir sem ég hugga mig við...

* í fyrra var FB ekki með lið í keppnin, þetta árið keppir FB til úrslita um sigursætið og tapar naumlega. Þar af leiðandi skila ég af mér miklu betra búi en ég tók við.

* Allir ræðumenn FB eru busar, það að koma busaliði í úrslitaviðureignina hlýtur að vera einsdæmi í sögu morfís. Þess vegna er ekki hægt annað en að vera stoltur af framistöðu þeirra í gær.

* Mér þykri alltaf hægt að meta undirbúning og einbeitni að einhverju leiti út frá refsistigum, þó svo að þau hafi sjaldnast áhrif á niðurstöðu keppninar. MH-ingar fengu 5 refsistig sem er ekki mikið, en FB-ingar fengu enginn sem er betra.

* Í vináttukeppni við MH í haust tapaði FB með rúmlega 500 stigum. Ég gerði breytingar á mannskap og liðið tapaði í gær með 40-60 stigum sem þykir ekki mikil munur þegar heildarstig eru gefin um 2600 og skiptast nokkuð jafnt á milli liða.

* Á leiðinni í úrslitakeppnina þurfti FB að vinna MA og Versló en þessir skólar áttust við í úrslitum í fyrra og byggja á mikilli hefð í morfís keppnum. Það var því enginn grís að FB fór í úrslit og strákarnir sýndu það í gær að þeir eru drullu góðir ræðumenn.

* FB tapaði ekki vegna þess að þeir stóðu sig illa heldur vegna þess að andstæðingurinn var mjög góður og átti góðan dag. Má í þessu samhengi segja að MH hefur ekki unnið keppni með svona litlum mun í allan vetur. Því má segja að FB hafi verið eina liðið í vetur sem staðið hefur í MH strákunum.

* Það er gott að tapa fyrir góðu lið eins og MH, til hamingju strákar.

* Aldrei hef ég verið ræðumaður í Morfís keppnum. Ég hef bara komið að þessu sem liðstjóri eða þjálfari. En vinningshlutfall mitt hlýtur samt að vera nokkuð gott. Fyrir keppnina í gær var vinningshlutfall hjá þeim liðum sem hef komið nálægt í morfís 100%. Ég hafði komið nálægt 7 keppnum og unnið þær allar. í gær minnkaðið þetta hlutfall aðeins en þó hlýtur það að vera með því betra sem gerist í þessum efnum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home