24.3.02

Fegurð.is. Þessu ósköpum var að ljúka. Leit yfir þetta yfir pizzu. Hugulegustu píur. Mér þótti þetta fínt miðað við það sem maður hefur séð á þessum vetvangi. Mjög móðins allt saman. Mér þykir samt alltaf fyndið þegar fólk gengur með sólgleraugu innandyra. OK sólgleraugu eru stundum kúl en innandyra??? Það er eins og að vera í kafarabúning á þurrulandi, bara á ekki við.

Tvö atriði þóttu mér standa upp úr í þessum dagskrálið.

Í fyrsta lagi þótti mér fyndið þegar tæplega 4000 manns plús ótrúlega fræg og kúl dómnefnd eru algjörlega á því að nákvæmlega þessar tvær stelpur skyldu verða alveg barasta rassvið rass jafnar á stigum í þriðja sæti. Ég gerði mér ekki grein fyrir að stigagjöf og mat á keppendum væri þetta háþróað að tvær píur geti fengið sömu einkunn upp á stig. En vitið hvað. Það var samt ekkert upplýst um stig. Ég held að þeim þyki þetta barasta flottheit að láta einhverjar tvær rífast yfir því hvernig þær ætli að skipta á milli sín verðlaununum.

Í öðru lagi þótti mér Védís Hervör einfaldlega fara á kostum. Það er ekki oft sem maður sér stelpur standa upp á sviði, spilandi sjálfar á hljóðfæri án neinnar hljómsveitar. Að auki var hún með frumsamið lag sem mér þótti ansi flott. Þetta var minimalísk útsetning af mjög svo efnilegu poplagi og stelpan túlkaði og söng þetta barasta með ágætum. Ekkert fór fyrir glimmeri, brjóstaskorum eða glennustælum sem einkenna oft popbönd og poppíur þegar þau fá tækifæri í að komast í sjónvarp. Hún er að mínu viti bara með allt í hendi sér hvað varðar frama í popheimi. Hugguleg, syngur vel og semur sjálf. Og það skiptir bara máli að tónlistamenn semji sitt efni sjálfir. Manni finnnst það barasta ekkert merkilegt lengur þegar sýningarstúlkur og módelgæjar eru sett í hljómsveit, látin dansa, brosa og syngja lög þar sem tölva er lagahöfundurinn. Öll löginn eins og ekkert gott.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home