Kosningar: Ef rétt er að fólk sé að prómótera flokkinn sinn með þeim hætti að láta skríbenta skrifa fyrir sig og framleiða skoðanir þykir mér lýðræðið og skoðanafrelsið vera að deyja. Ef fólk getur ekki komið sínum eiginn hugsunum í skrifað mál og komið þeim skrifum svo á framfæri við fjölmiðla þá á fólk ekki mikið að vera gefa sig út fyrir að hafa skoðanir á málunum yfir höfðu.
Það að leigupennar flokkana séu að dæla út áróðri í formi lesendabréfa og hengja þau á flokksholt fólk sem getur ekki komið hugsunum sínum á blað er sogleg þróun og ódýr blekkingaleikur.
Skarpir menn hafa lengi vitað að stjórnmálamenn meina ekki allt sem þeir segja. En að einstaklingar út í bæ séu líka heilalaus viðrini og það viljalaus að sumir láta aðra um að búa til skoðanir fyrir sig. Ég fyrir mitt leiti hef aldrei verið sammála síðasta ræðumanni og hefur það stundum ollið mér nokkrum vanda. En að skrifa undir óútfyllta skoðana ávísun í vinsælum fjölmiðlum líkt og morgunblaðinu hlýtur að vera verra og draga úr trúverðugleika þeirra einstaklinga sem þetta stunda.
Ekki láta blekkjast af reiðum og réttlátum lesendabréfum í framtíðinni. Það virðist vera búið að gengisfella þennan miðil með almannatengsla skrifstofum og kosningaplöggi þannig að algjörlega er óvíst hver skrifaði og í hvaða markmiði.
En í framhjáhlaupi þá vantar mig oft pening og því býð ég mig hér með fram til að aðstoða einhvern skoðanalausan og ritviltann vitleysing. Ef þú hefur enga skoðun þá skal ég búa þær til fyrir þig. Aðeins 1000 kall málsgreinin.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home