4.4.02

Ríkið er búið að kaupa hótel. Hótel Valhöll heitir það heillin. En hvað skal gera við hótel sem heitir það sama og húsnæði Sjálfstæðismanna í Reykjavík... hérna eru nokkrar afbragðs hugmyndir.

Tillaga 1: Stofnað veður elliheimili fyrir alþingismenn. Svona alþingismannaráð líkt og sjómannadagsráð. Gamlir alþingismenn sem muna ekki hvað þeir gerðu í gær yrði svo hrúgað þarna í kippum. Eða er alþingi í núverandi ástandi að sinna þessu hlutverki. Ég meina Páll Pétursson er ráðherra og Sturla veit ekkert hvað hann er að gera... hvað er Jóhann Sigurðardóttir líka gömul.

Tillaga 2: Svona sumarhús fyrir ríkisstarfsmenn. Í líkingu við orflofshús út um allt land. Skúringakerlingin í Seðlabankanum gæti þannig verið í herberginu við hliðina á Davíð Oddsyni. Svona æðislegur samfélagslegur jöfnuður í sumarfríinu. Ráðamenn myndu þannig fá ógeð af jöfnuði á sumrin og gera eitthvað í róttækt yfir vetrartímann.

Tillaga 3: Búum til safn um... bara eitthvað... svona fyrir túristana um víkingana og svoleiðis, náum í myglaðar bækur og ryðguð sverð og látum hlaða upp í nokkur stykki torfbæi þarna við hliðina. Fólk getur svo fengið að teyma beljur niður að vatni...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home