7.4.02

Úr sveit í borg: Var í þessu að skríða inn fyrir landamerki Reykjavíkur. En ég hef eytt helginni fyrir austan fjall. Gott að skreppa svona en maður er orðinn svo samvaxinn tækninni að maður finnur til fráhvarfseinkenna. Fyrsta frétt sem ég las þegar ég fékk moggan í hendurnar gekk út á að nú sé verið að selja þennan líka fína sumarbústað í landi Þingvalla. Ég meina er þetta einhver spurning. Ríkið hlýtur að kaupa þennan kofa strax. Þetta gæti orðið svona forstjóraíbúð fyrir reksturinn í Valhöll.

Ég er alveg kominn með plan og áætlanir fyrir framtíðarskipulag á svæðinu. Hef reyfað nokkrar hugmydir hér og ég skil bara ekki hví Þingvallanefnd hefur ekki hringt í mig, þeir hljóta að vera æstir í að borga einhverjum himinn há ráðgjafarlaun. Hey ég er maðurinn, ef þið þekkið einhvern í nefndinni segið þeim frá mér ég hef reynslu í skipulagsmálum og stjórnun. Tek stundum til í íbúðinni minni og hef verið í föstu sambandi í 4 ár...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home