4.4.02

Skrítnir Bakþankar: Björgvin Guðmundsson skrifar bakþanka í Fréttablaðinu í dag. (sjá baksíða Fréttablaðsins)

Í pistli sínum fer Björgvin mikinn en aðalega fer hann þó mjög skrítinn og er inntak textans ótrúlegt. Hann fjallar þar um virkjanaáform og íslenska erfðagreiningu og dregur einhvern það undarlegasta samansem merki þar á milli sem ég hef séð í langan tíma.

Í fyrsta lagi bendir hann á að ef virkjana ferlið hefði algjörlega verið á herðum einkafyrirtækja hefði hér risið upp álver einn, tveir og þrír. Auk þess sem að þjóðin myndi varla taka eftir slíku einkavæddu álveri. Í mesta lagi myndi þó þjóðin skv. Björgvini taka eftir ágóðanum í formi hagsældar.

Hjá Björgvini virðist ekki möguleiki á að fólk yrði ósátt við framkvæmdirnar á nákvæmlega sömu forsendum og fólk mótmælir álveri í dag. Ber þar að nefna umhverfisleg áhrif sem og að álver á Austurlandi mun leysa fæsta þá vanda sem því er ætlað að leysa. Það er óvitaskapur að halda því fram að framkvæmdir af þessari stærðargráðu verið síður umdeildar ef þær eru stundaðar af einkafyrirtækjum. Aldrei hefur verið farið út í sambærilega framkvæmd á Íslandi og það er einfeldni að halda því fram að einkafyrirtækjum myndi leyfast að framkvæma slíkt athugasemdalaust.

Í framhaldi spegulerar Björgvin í íslenskri erfðagreiningu og spyr "hver man til dæmis eftir því að hafa verið andvaka yfir því hvort Íslensk erfðagreining hæfi hér störf ?" Svo virðist að blaðamaðurinn Björgvin hafi gleymt að lesa blöðin síðustu 5 ár eða svo. Því mig minnir að það hafi margir velt vöngum yfir starfsemi íslenskrar erfðagreiningar. Það er enginn á móti að fyrirtæki hefji hér rekstur. En viðfangsefni fyrirtækjanna geta orkað tvímælis og oft þarf að meta fyrirtækja hagsmuni við aðra hagsmuni í landinu. Í þessu samhengi man ég ekki betur en að starfsemi íslenskrar erfðagreiningar hafi verið hér mjög umtöluð í nokkur ár. Gagnagrunnurinn sem er víst forsenda þess að fyrirtækið geti starfað hér var að mörgum talinn ólöglegur. Uppspruttu fjörlegar umræðu um einkalíf, persónuupplýsingar og eðlilegan farveg fyrir rannsóknir upp úr heilsufarsupplýsingum.

Björgvin virðist í þessum pistli sínum vera á móti málfrelsi. Ég tel mig vita að svo er ekki en pistillinn gefur ekkert annað til kynna. Hann kallar umræður um álver "kæfandi umræður" og er merkilega neikvæður út í almenn skoðana skipti er tengjast málinu. Ég taldi Björgvin vilja standa vörð um frelsi einstaklingsins. Í pistili sínum virðast hagsmunir alþjóðlegra fyrirtækja skipta hann meira máli og kom það mér mjög á óvart því oft hef ég lesið betri pistla eftir strákinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home