2.4.02

Veðmál í borginni Nú hef ég stofnað til veðmáls við svila minn Halldór Björnsson í tengslum við komandi sveitastjórnakosningar. Mikið er í húfi því veðjað er í gerjuðum drykkjum. Líkurnar eru gefnar 2:1 þar sem Halldór telur að R-listinn muni bæta við sig einum þingmanni. Ég tel að óbreyt ástand muni halda. Leggst þetta því þannig út að ef ég vinn mun ég fá greidda eina kippu af bjór en ef hann vinnur þá á hann inni tvær.

Veðbankinn er opin fyrir áhugasama. Athuga ber þó að að vinningar skulu innbyrtir í votta viðurvist og endurgreiddir ef ekki tekst að neyta þeirra á einni kvöldstund.

Með von um að einhver veðji við mig þá býð ég góðar líkur á því að Frjálslyndir og óháðir nái meirihluta. Einnig býð ég gríðalega góðar líkur á því að 7 maður á þeim lista Hrönn Sveinsdóttir verði næsti forseti borgarstjórnar. Ég meina búum við ekki í lýðræðisríki þar sem allt er hægt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home