10.5.02

Léttara hjal: Eftir miklar sviptingar og hvöss orðaskipti í gegnum bloggið við félaga Sigurð hef ég ákveðið að íþyngja ekki lesendum með lengri rökræðum um strípabúllur. Nú skal huga að niðurstöðum skoðannakönnunar. Mun stoke fara í 1. deild ? var spurt. Pósthólfið mitt yfirfylltist af kvörtunum í einhverjum vælukjóum sem þótti könnunin mín ekki nægjanlega vísindaleg. Við slíkum áburði segi ég nú bara kjaftæði. Hér eru alvöru vísindi á ferðinni. Allar niðurstöður sem hér birtast er 100% sannar og fullkomlega framkvæmdar. Þannig er það bara og punktur.

Lesendur mínir eru vongóðir fyrir leikinn á morgun. 87% segja að já auðvitað vinnur stoke það er tími til kominn og síðan held ég með Guðjóni. Aðeins aum 13% segja nei þeir eiga það ekki skilið. Eftir mikla yfirlegu og tölfræðlegann samanburð og marktækta reikninga kemst ég því að því að Stoke muni vinna leikinn á morgunn. Lesendur mínir sem eru alvöru fólk segir að þeir muni vinna því mun stoke vinna. Þetta er ekkert djók heldur vísindi. Þið trúið mér kannski ekki núna því vantrúaðir þurfa alltaf sönnunargögn. En ég er með sönnunargögn. Á morgun laugardag geta allir horft á sýn og séð þetta í beinni með eiginn augum. Stoke vinnur pottþétt. Mín persónulega spá er að niðurstaðan verði 2-1 fyrir Stóke en þó er það ekki á vísindum byggt heldur lélegri getspá. Úrslitunum verður þó ekki haggað. Stóke er komið í 1.deild.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home