Nektardansstaðir: Ég hef verið rökkræddur út í horn. Siggi hefur unnið mig, ég er sannfærður. Nektastaðir eru hið besta mál, ef ég er ósammála því þá hef ég rangt fyrir mér, ég má ekki hafa aðra skoðun en þá réttu skoðun sem birtist á skoðun.is. og hana nú. og N.B. það er ég sem er fastistinn...
Ég er nefnilega þannig að ég "tek" mér þau réttindin til að hafa skoðanir á ýmsum hlutum. Í því ljósi "tek" ég mér þann rétt að hafa skoðun á nektardansstöðum. Mín skoðun er sú að það eigi ekki að ýta undir slíka starfsemi og með flestum ráðum eigi að reyna að draga úr þessari starfssemi eða í versta falli flytja hana úr miðbæ Reykjavíkur. Sú skoðun er ekki vond eða slæm eða óæskileg þó fólk sé ekki endilega sammála mér. Í henni flest sú sannfæring mín í vissum tilfellum þurfi að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Með fráhvarfi nektarstaða mun lítið tapast. Ef hið opinbera íhlutast um það að draga úr starfsemi þeirra eða loka þeim er aftur móti verið að hlusta á skoðun margra í þjóðfélaginnu sem telja að slík starfssemi sé óþörf. Og ef stór hluti fólks er sammála því að draga eigi úr starfsskilyrðum slíkra staða þykir mér eðlilegt að löggjafinn reyni að fara eftir vilja fólksins.
Það er aftur á móti ekki töff að vera á móti nektarstöðum. Það er í raun ekki töff að vera á móti neinu í dag en þannig er nú bara bransinn. En gleymum því ekki að ég er fasisti því ég hef "skoðun". Penninn á skodun.is hefur aftur á móti rétt fyrir sér, því þar er vitnað í confúsíus.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home