13.5.02

Everest: Þessa dagana er Haraldur Örn ekki að spá í borgarpólitík eins og sumir hér á klakanum. Neib. Hann situr í hlíðum hinar ógurlegu fjallamömmu Mount Everest, horfir til himins og yljar sér við prímus. Hann dregur djúpt andann en lítið reynist vera af súrefni í andrúminu í kringum hann. Hann heilsar pabba sínum í talstöð og hugsar með sér..." ég ætla alla leið. ég ætla." Pabbinn segir þú getur þetta. Haraldur kinkar kolli hugsi og hlustar á beljandan berja á tjaldinu.

Í fjallabúðunum reynast alþjóðleg fjallakvikindi. Allir með sama markmið að komast á toppinn. Þessir fíldjörfu fjallageitur berjast nú við súrefnisskort, kvefpestir og skitu, en skita er klassískt vandamál í háfjallaferðum þó það fari lítið fyrir því í fjölmiðlum. Á næstu 2-3 vikum verða flestir búnir að reyna, gefast upp eða flagga á toppnum. Sumir falla frá því náttúruöflin geta slegið óvænta strengi með litlum fyrirvara.

Haraldur Örn er okkar maður á fjallinu fjórði Íslendingurinn sem reynir uppgöngu. Hann er með vonir þjóðarinnar í vasanum og reynsluna í kollinum... og kannski kúkinn í buxunum. En hann er að fara takast á við verkefni sem toppar margfalt það að troða tuðrum í mörk eða henda drasli yfir grasflöt. Hann er "strákurinn okkar". "Strákarnir okkar" eru ekki lengur inn í myndinni.

Nú hefur stefnan verið tekin og er hún tekinn á toppinn. Á fimmtudaginn er ráðgert að Haraldur nái toppnum. En ekki er hægt að lofa neinu um tímann þannig séð. Hann gæti þurft að bíða af sér blástur á toppnum eða hrista úr sér hóstapest á síðustu stundu. En fylgjumst með og vonum það besta.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home