30.4.02

Stærðfræði: Þá er það fullreynt. Ég hef eytt of miklum tíma í dag við að leysa reiknisdæmið sem birtist aftan á mogganum í dag. Ég get ekki leyst það. Það verður bara að viðurkennast. Þetta eru nokkur vonbrigði fyrir mig þar sem ég hef átt ágætum árangri að fagna í almennri stærðfræði. Hvað ætli þetta dæmi gildi mikið. Eins og ég segi ef ég get ekki leyst það hvernig á þorri 10.bekkinga að eiga möguleika á því. Hvað vita þau sem ég veit ekki...

* * * * * * * * * * * * *
Arnar félagi minn úr F.B. hefur hafði blogg og er það vel. Þetta er almennt skemmtilegur strákur en ég hitti hann um daginn og hann var bara með stæla við mig og sagði að ég væri leiðinlegur bloggari. Sagði meðal annars: "ef þú hættir ekki að blogga um vísindavefinn þá drep ég þig". Það er ekki oft sem maður fær morðhótanir og sjaldgæft að bloggið manns hafi svona mikil áhrif á fólk. En í framhaldinu hef ég algjörlega steinhætt að blogga um vísindavefinn, því ekki vil ég nú vera drepinn af litlum húsgagnasmið sem kenndur er við rokk og 6 ár. En semsagt ég bíð bara sallarólegur eftirir gullmolunum sem Arnar hefur upp á bjóða þeir hljóta að vera ROSALEGIR.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home