Undirskriftalistar: Aldrei skal taka mark á undirskriftalistum. Fólk skrifar undir allt. Og það eru alltaf einhverjir sérvitringar sem biðja fólk um að skrifa undir ótrúlega heimskuleg málefni. Hérna er heimasíða sem hjálpar fólki að koma svona vitleysu af stað.
Hérna er svo dæmi um slíkan ófögnuð. Einhverjir félagar vilja að titli næstu Lord of the rings myndar verði breyt. The Two Towers hefur bókinn heitið í 47 ár og nú vegna atburðana 11. september þykir ekki við hæfi að gefa út ævintýramynd með þessum heiti. Svonalagað flokkast varla undir heilbrigt málfrelsi. Þetta er náttúrlega ekki hægt.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home