1.5.02

Harry Potter: Fréttir herma að fimmta bókinn sé á leiðinni og það meira að segja á þessu ári. Fyrir aðdáendur á öllum aldri eru þetta mjög góðar fréttir.

Ég tók mig til fyrr á þessu ári og tætti þessar fyrstu fjórar í mig og hafði barasta nokkuð gaman af. Ekki jafn íburðamikil verk og t.d. Lord of the rings. En samt sem áður nokkuð smellnar bækur. Sá mælikvarði sem ég set iðulega á gæði bóka er hvort bókinn nái að fanga athygli mína. Ef ég get byrjað á bók og hef enga löngun til þess að klára hana hefur það ekki tekist. En ef ég byrja á bók og vil fá meira þegar hún endar þá hefur þetta tekist. Harry Potter, Lord of the rings og Grisham (ekki þó í seinni tíð) tekst þetta ágætlega upp. Það sama á meiri segja við um sumar ágætar námsbækur og fræðibækur sem ég hef lesið.

Ein góð sálfræði bók sem allir ættu að lesa er ERTU VISS?: BRIGÐUL DÓMGREIND Í DAGSINS ÖNN eftir Thomas Gilovich. Fjallar hún um ályktunarhæfni fólks í daglegu lífi og er skrifuð á mannamáli. Í henni farið yfir margar ályktunarvillur fólks í hinu daglega lífi og sérlega skemmtilegt að átta sig á því að almennt séð er fólk ótrúlega lélegt í að beita fyrir sér tölfræði og líkindum þegar það tekur ákvarðanir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home