6.5.02

Spurning: Haraldur Örn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir að herja á einn erfiðasta hnjúk veraldar. Lesendur hafa fengið tækifæri á að láta skoðanir sínar í ljós á þessu verkefni og eru niðurstöður eftirfarandi:

Já, hann er með reynsluna: 30 %
Nei, veðrið á eftir að setja strik í reikninginn: 21%
Kannski, ég veit ekkert um svona: 3%
Alveg sama, ég þoli ekki fjallamenn: 45%

Fólk er því bæði bjartsýnt fyrir hans hönd og neikvætt því það fílar ekki íþróttina. Mín skoðun er sú að Haraldur hefur nú þegar framið mesta íþróttaafrek Íslandssögunar. Það er ekki hægt að líta fram hjá honum sem íþróttamanni ársins þetta árið. Í einni romsu hefur hann skrölt yfir pólana sem og 6 hæðstu fjöll veraldar. Markmiðið er að klára pakkann og veifa fána á Everest. N.B. íþróttir eru ekki íþróttir af því að fólk keppir um bikara eða medalíur. Íþróttir snúast afrek og að gera betur en aðrir í kringum sig. Það er því ljóst að Haraldur hefur nú þegar gert stærri og betri hluti en aðrir íslenskir og alþjóðlegir fjallamenn og hrein móðgun er að segja að hann sé ekki í sambærilegur við íþróttamenn með sixpack sem hendast upp í ca. 5 metra með stöng eða öskra reiðilega meðan þeir kasta spjóti.

Ég las bókina Into thin air eftir Jon Krakauer fyrir nokkrum árum og lýsir Krakauer þar uppgöngu á Everest örlagaríka árið 1996. Bókinn er lífsreynsla út af fyrir sig. Eftir lesturinn er enginn maður ósnortinn af þeim erfiðleikum sem fylgja því að klífa Everest. Veður, reynsluleysi fólks á fjallinu, múgæsingur og ferðamannaiðnaður getur gert fjallið óklífanlegt með öllu á nokkrum mínútum. En vonandi hefur verið gripið til fyrirbyggjandi úrræða til að koma í veg fyrir harmleikin árið 1996 þegar 8 manns dóu á fjallinu á nokkrum klukkutímum.

Minn spádómur er að Haraldir muni takast að klára þetta vegna þess að reynsla hans er það mikil og hún er það sem telur í þessum bransa. Veðrið mun auðvitað hafa sína hentisemi en reynsla Haraldar mun að öllum líkindum nýtast honum til að meta aðstæður rétt. Ég óska Haraldi til hamingju með titilinn Íþróttamaður ársins árið 2002.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home