Gallup - símakannanir. Nú virðast Gallupmenn eitthvað ósáttir við merkingar í næstu símaskrá. Fólki bauðst að mér skilst sú þjónusta að merki yrði sett við númer viðkomandi sem gæfi til kynna að viðkomandi vildi ekki hringingar frá sölumönnum og tilboðsgjöfum ýmiskonar. Ég fann ekkert um þetta á heimsíðu Símans í fljótu bragði. En ég heyrði viðtal við Gallupmann í fréttum þar sem hann taldi að þessar merkingar gætu ekki átt við skoðanakannanir líkt og Gallup og fleiri fyrirtæki bjóða upp á. Þetta eru eðlileg viðbrögð frá Gallup því þetta er risa mál fyrir skoðannakannanna bransann í landinu. Þjónusta sem þessi getur og mun að öllum líkindum skemma eða trufla þessa annars ágætu leið til að stunda skoðannakannanir þ.e. í gegnum síma.
En sem komið er þykir þetta ein sú allra fljótvirkasta leið til að mæla viðhorf hjá stórum hóp. En þessi leið byggir þó á því að fólk er truflað heima við og það beðið um að svara misjafnlega löngum spurningalistum ókeypis. Þessar ókeypis upplýsingar eru svo seldar fyrirtækjum út í bæ, og þarna liggur hundurinn. Þetta er viðskiptalegt hagsmunarmál. Gallup o.fl. gera út á það að þeir geti spurt alla sem eiga síma og þar með fengið sem besta úrtakið fyrir rannsóknir sínar. En ef stór hluti af notendum Símans neitar að verða fyrir áreitum af þessum toga. Þá eru þessar skoðannakannanir lítils virði.
Það er að mínu viti ljóst að ef fólk hengir miða á útidyrahurðina sína og segir "enga sölumenn" þá myndi ekkert sómasamlegt fyrirtæki banka upp á. En spurninginn er hvort Gallup er að selja eitthvað. Um það er deilt. Í þeirra dæmi er viðhorf viðmælandans söluvara og hann er beðinn um að svara nokkrum spurningum, sem síðan verða seldar. Þannig að þetta snýst að mínu viti aðeins um stigsmun. Gallup er að hringja í fólk því þeir eru að selja þessar upplýsingar.
Gallup segist þó draga sín úrtök úr þjóðskrá og því eigi þessar merkingar í símaskrá ekki við og að skoðanakannanir séu ekki sölumennska. En ég skildi þessi rök ekki. Ef fólk vill ekki verða fyrir áreitum fyrirtækja út í bæ. Þá skiptir ekki máli hvort þau eru að gera selja bækur, tryggingar eða spyrja spurninga.
Að mínu viti á fólk að geta valið sig frá sölumönnum og skoðannakönnunum. En einnig verða fyrirtæki eins og Gallup að gera sér grein fyrir því að hráefni eru sjaldnast ókeypis. Nú þegar samkeppni er komin á símamarkað og skoðannakönnunar markað þá er mál að berjast um kúnnann. Það liggur því ljóst fyrir að skyndi skoðannakannanir líkt og Gallup gerir munu þurfa að aðlagast eða deyja.
Því þurfa þessi fyrirtæki að gefa mér betri ástæðu fyrir því að svar fyrirspurnum þeirra en það sem nú er. Þar sem ég er aðeins að búa til pening handa þeim. Mér finnst mjög eðlilegt að viðmælendum fái t.d. eitthvað fyrir að upplýsa um eigin viðhorf. Má í þessu dæmi sjá fyrir sér frípunkta á fríkortin, bíómiða, aflslætti ýmiskonar o.s.frv. Það má ljóst vera að áreiti af þessum toga munu aðeins fara vaxandi á næstu árum og ef ekki er hugað að viðmælendum þá verða engir viðmælendur eftir. Sumir eru nú þegar búnir að láta merkja við sig í símaskránni og sumir eins og ég segja bara alltaf nei, hef ekki tíma og skella á.
Kannski ættu Gallupmenn að reyna að hringja í mína líka og í allt fólkið sem merkti við og spyrja okkur af hverju við séum að láta svona.... En kannski er það einmitt þess vegna sem þeir eru að hringja, ég veit það svei mér þá ekki. Kannski ég segi já næst...
1 Comments:
welcome to the [url=http://www.powerlevelingweb.com]wow power leveling[/url] cheap [url=http://www.wow-powerleveling.org]Wow gold[/url] service site, buy cheap wow gold,[url=http://www.wow-golds.org]wow gold[/url],world of warcraft power leveling buy [url=http://www.wotlkgold.net]wow gold[/url]
Post a Comment
<< Home