Hvað er þetta nagportal.net dæmi. Mér var bent á þetta um daginn og mér þykir þetta nokkuð sniðugt. Ótrúlegasta fólk birtist þarna þegar það uppfærir bloggið sitt. En lítið er af upplýsingum á síðunni um hvað þetta er. Er þetta einhver vinahópur sem tók sig saman til að halda utan um bloggið sitt eða er þetta eitthvað fyrirtæki sem býður upp á þetta. Í framhaldi kostar þetta eitthvað og hvernig komst þetta fólk sem þarna er inn á listann. Hvernig kemst maður inn á þetta nag. Ég vil inn.
Þetta blog er alltaf að vinna á í mínum huga. Soldið svona nörda complex í byrjun en eftir að hafa skimað yfir slatta af bloggum hjá ótrúlegasta fólki er ég að sannfærast. Þetta er allt að gera sig og á nokkuð eðlilegan og rólegan hátt. Internetið er að vaxta og verða mun alþýðulegra. Nú eru ekki bara stjórnmálamenn og fyrirtæki sem reka viðamiklar síður. Heldur eru litlir krakkar út á landi farinn að dæla út upplýsingum um hitt og þetta sem snertir líf þeirra.
Það skemmtilega við bloggið er að það er næstum því hægt að segja að hægt hefði verið að sjá þetta fyrir. Fólk vill athygli og samskipti. Fólk hefur hugmyndir og áhugamál. Fólki liggur ýmislegt á hjarta og fólk finnst ýmislegt um skoðanir og hegðun náungans. Það var því alveg gefið að eitthvað þessu líkt færi af stað. En þetta er alltaf vandamálið við nútímatækni. Þú veist ekki hvað virkar á fjöldann, og þú veist ekki hvernig fjöldinn mun hagnýta sér tæknina. Þetta er sérstaklega mikið forspávandamál með tölvutæknina. Því að í henni sameinast svo margir þættir að samsetningar möguleikarnir eru óútreiknanlegir. Veist þú t.d. hvernig tölvuheimurinn /netheimur muni líta út eftir 10-15 ár. Hefur þú einhverja hugmynd um það. Hverjar eru líkurnar á að þú hafir rétt fyrir þér...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home