22.4.02

Geisladiskar: Mér þykir soldið skrítið að nú eigi að takmarka notkunar möguleika á geisladiskum. Menn eru svo hræddir við afritun að nú er að fara í gang ferli sem gerir fólki ómögulegt að spila geisladiskana sína í tölvum. Vissulega er fullkominn afritunartæknin nokkuð útbreidd í dag. En ef menn draga úr notkunarmöguleikum með þessum hætti hljóta nýjir hljómdiskar að þurfa að lækka í verði og á ég nú eftir að sjá það, varan er ekki eins nothæf og hún var í gær.

Skammt er að minnast hræðsluárróðs ræðu sem haldin var á Grammy verðlaununum síðustu þar sem fólk var húðskammað fyrir að féflétta skapandi tónlistamenn með því að afrita tónlist í tölvum. Ég fyrir mitt leyti stunda þetta ekki mikið en ef ég gerði það þá myndi ég seint fá samviskubit. Ég nota videotækið mitt t.d. töluvert til að afrita ýmiskonar efni sem bundið er höfundarétti en ég fer á saman tíma töluvert í bíó og á videoleigur.

Fyrir mitt leyti mun þetta bara algjörlega koma í veg fyrir að ég kaupi mér geisladiska. Ef ég get ekki notað þá í 150 þúsund króna margmiðlunar græjunni minni, þá leita ég bara annara leiða til að nálgast þetta efni. Málið er að ég mun nota margmiðlunargræjuna mína til þess að spila tónlist sama hvað sem framleiðendur segja.

Einnig finnst mér framleiðendur neita staðreyndum. Það skiptir ekki máli þó menn geti læst geisladiskum. Nútíminn þarf ekki geisladiska. Framleiðendur verða að fara að selja og miðla sínu efni í gegnum netið á einn eða annan hátt. Internetið er sú leið sem hljóð og mynd mun miðlast í gegnum innan fárra ára og framleiðendur hljóta að sjá að þar er markaðurinn hvað móttækilegastu. Hvers vegna að reyna að synda á móti straumnum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home