25.4.02

Miskilningur: Árni er eitthvað að býsnast yfir óréttlæti heimsins. Þykir honum m.a. heimur sinn í raunvísindadeild vera betur til þess fallinn til að stuðla að nýsköpun og nýbreytni en það er auðvita argasta vitleysa og tjara.

Það er alltaf gaman að því þegar námsmenn fara að líta það mikið upp til sjálf síns og bókanna sem þeir eru að lesa að þeir verða blindir fyrir því að aðrir námsmenn með aðrar bækur eru að gera sambærilega góða hluti. Árni segist ætla að eyða miklum tíma í þetta verkefni sitt og að það sé alvara á ferðinni. úff frábært. Ef tími og alvarleiki er allt sem þarf til að stunda nýbreyttni þá er ég að stunda nýbreytni þegar ég sef, því ég eyði miklum tíma í það og tek það mjög alvarlega.

Ein ábending að lokum. Styrkirnir sem fara til tækniverkefna geta t.a.m. að mestu notaðir til tækjakaupa. Sko í sálfræði þar sem ég þekki til væri hægt að gera últra meiriháttar tilraunir ef fjármagn fengist til að kaupa tæki og tól. Það segir sér sjálft að slíkt sé eftirsóknarvert þegar menn stunda rannsóknir og skiptir þá engu hvor meginn suðurgötunar menn lesa bækur.

Árni hefur fengið áminingu bréfleiðis og nú bloggleiðis. En til öryggis hvet ég fólk til að fylgjast með honum og áminna hann ef hann fer aftur að þjást af ranghugmyndum og mikilmennsku brjálæði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home