24.4.02

Í skóm drekans: Til hamingju allir Íslendingar. Réttur til einkalífs er mikilvægari en ósamþykkt þátttaka í listaverkum misjanflega hæfileikaríkra listamanna. Þetta er sú niðurstaða sem ég var að vona eftir. Ég er þeirrar skoðunar að maður verði að gefa leyfi sitt til að vera þátttakandi í svona flippuðu verkefni. Hrönn sjálf gaf sitt leyfi hví ekki allar hinar.

Það er bara svo að það er ekkert mál að gera heimildamynd um fegurðarsamkeppnir og fletta hulunni (ef það er þá einhver hula) af þessum keppnum. Að mínu viti eru þessar keppnir alveg gegnsæjar og í raun ekkert sem vert er að fjalla um. Já, þetta er fake og það er verið að dæma eftir útliti en ekki innihaldi. Já, þetta er steikt og fyndið að hægt sé að öðlast einhverja ómetanlega reynslu fyrir lífið með því að tipla á nærfötum upp á sviði. Já, þær setja sílikon á tennurnar til að geta brosað svona lengi o.s.frv.

Fyrir Hrönn og félaga eru þetta einföld skilaboð, bara að spyrja fólk fyrst: Má ég búa til bíómynd um þig. Hvert yrði þitt svar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home