Nei heyrðu nú mig: Þetta er ekki hægt. Vilhjálmur Egilsson (D) sem gegnir áhrifamiklum trúaðarstörfum og er sitjandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir í visi.is að það sé bara í lagi að TAPA 20 MILLJÖRÐUM. Ég vil kosningar. Ég sting upp á nýstárlegri útfærslu á lýðræðislegum kosningum. Ég vil fá að geta kosið menn út af þingi. Slíkt fyrirkomulag myndi halda mönnum við efnið og stöðva svona bullsjóðandi vitleysu.
Maður sem hefur efni á því að tapa 20 MILLJÖRÐUM hefur efni á því að vera atvinnulaus...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home